Um Gullöldina

Gullöldin er í hjarta Grafarvogs en staðurinn opnaði sínar dyr sínar fyrir Grafarvogsbúum þann 2. júní árið 1995. Gullöldin er því á sínu 23. starfsári og hefur því marga ausuna sopið svona í gegnum tíðina. Breytingar eru af hinu góða en staðurinn hefur þó líklega aldrei breyst jafn mikið og um þessar mundir þar sem núverandi rekstraraðilar standa í breytingum á öllu starfi staðarins. Senn sér fyrir endann á þessari vinnu en innan örfárra vikna ættu því Grafarvogsbúar að geta notið sín hjá okkur á glæsilegum og viðburðaríkum stað með veitingum og afþreyingu í sérflokki.


Verið velkomin á Gullöldina
- Where everybody knows your name